Margmiðlunarskilaboð
Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir
móttökutækinu.
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem bætt er inn fer yfir þessi mörk getur tækið minnkað
hana þannig að hægt sé að senda hana með MMS.
Margmiðlunarskilaboð geta innihaldið texta, myndir, hljóð og myndskeið.
Til að sjá framboð og gerast áskrifandi að þjónustu margmiðlunarskilaboða (MMS) skaltu hafa samband við þjónustuveituna
þína.
Sjá „Skilaboðastillingar“, bls. 20.