Nokia 3109 classic - Þráðlaus Bluetooth-tækni

background image

Þráðlaus Bluetooth-tækni

Með þráðlausri Bluetooth-tækni er hægt að tengja tækið við samhæft Bluetooth-tæki sem er í innan við 10 metra fjarlægð. Þar

sem tæki sem nota Bluetooth-tækni hafa samskipti sín á milli með útvarpsbylgjum, þurfa tækið þitt og önnur tæki ekki að vera

í beinni sjónlínu, enda þótt tengingin geti orðið fyrir áhrifum vegna hindrana eins og veggja eða truflana frá öðrum raftækjum.
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2.0 + EDR sem styður eftirfarandi snið: generic access, network access, generic

object exchange, advanced audio distribution, audio video remote control, hands-free, headset, object push, file transfer, dial-

up networking, SIM access og serial port. Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem styðja Bluetooth-tækni skal nota

aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund. Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi

þeirra við þetta tæki.
Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni á sumum stöðum. Kanna skal það hjá yfirvöldum á staðnum eða

þjónustuveitunni.
Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast

aukinnar rafhlöðuorku og minnka endingu rafhlöðunnar.

S t i l l i n g a r

© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.

25